Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kelleher: Á frábærar minningar frá þessum úrslitaleik
Mynd: EPA

Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool verður í eldlínunni í dag þegar Liverpool mætir Chelsea í úrslitum enska deildabikarsins.

Hann á góðar minningar af síðasta úrslitaleik liðsins í keppninni en þá mætti Liverpool einmitt Chelsea.


Liðin mættust fyrir tveimur árum þar sem Liverpool vann í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði liðinu sigur.

Kelleher var til viðtals hjá Premier League Productions fyrir leikinn. Hann var spurður að því hvort leikurinn fyrir tveimur árum hafi verið hans besta augnablik á ferlinum.

„Örugglega, vonandi verður sunnudagurinn betri. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt augnablik," sagði Kelleher.

„Ég á auðvitað frábærar minningar frá þessum úrslitaleik. Þetta var mjög skemmtilegt augnablik fyrir mig og liðið. Það var góð reynsla og vonandi getum við aftur nælt í góð úrslit."

„Fjölskyldan mín kemur frá Írlandi og vinir og allir bara. Það er heil áhöfn á leiðinni svo það verður gaman fyrir þau," sagði Kelleher að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner