Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 25. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Atalanta greindur með kórónaveiruna
Ítalska félagið Atalanta staðfesti í gærkvöldi að ítalski markvörðurinn Marco Sportiello hefði greinst með kórónaveiruna en hann er fyrsti leikmaður liðsins sem greinist með veiruna.

Atalanta spilar í borginni Bergamó í Lombardí-héraði en talið er að 60 prósent af þeim hafa dáið af völdum veirunnar komi frá héraðinu.

Sportiello, sem er varamarkvörður Atalanta, greindist í gær með veiruna og er nú í sóttkví.

Leikmenn frá Fiorentina, Juventus og Sampdoria hafa einnig greinst með veiruna en þar má nefna þá Blaise Matuidi, Paulo Dybala, Morten Thorsby, Albin Ekdal og Daniele Rugani.


Athugasemdir
banner