Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2023 13:00
Aksentije Milisic
Spalletti vill hitta Totti og stilla til friðar
Mynd: Getty Images

Luciano Spalletti, þjálfari Napoli á Ítalíu, er sagður vilja grafa stríðsöxina og stilla til friðar með AS Roma goðsögninni Francesco Totti.


Samband þeirra tveggja var mjög slæmt eftir að Spalletti tók aftur við Roma árið 2016 en hann hafði þjálfaði Totti á árunum 2005-2009 en þá fór mjög vel á milli þeirra.

Totti fer vel yfir málið í heimildarmynd hans sem kom út árið 2020, My name is Francesco Totti, en þar segir hann frá því hvernig hann tók eftir því strax í byrjun að eitthvað væri ekki með felldu þegar Spalletti sneri aftur til Roma.

Hann setti Totti á bekkinn og gerði lítið úr honum með að láta hann spila örfáar mínútur í lok leikja. Þá tók hann Totti einu sinni úr hóp eftir að Totti tjáði sig í fjölmiðlum hversu ósáttur hann væri með framkomu Spalletti í sinn garð. Stuðningsmenn Roma studdu að sjálfsögðu goðsögn sína en málið var mikið í fjölmiðlum á Ítalíu á sínum tíma.

Í kjölfarið lagði Totti skónna á hilluna árið 2017 en hann kvaddi stuðningsmennina á Stadio Olimpico á mjög tilfinningaþrungnum degi.

Samkvæmt heimildum frá Lo lene, þá hafa þeir tveir verið að spjalla að undanförnu en Spalletti vill fá að hitta Totti og klára málið endanlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner