Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 18:24
Elvar Geir Magnússon
Vaduz
„Var virkilega erfitt að geta ekki verið inni á vellinum“
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði snýr aftur úr leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Liechtenstein á Rínarvellinum í Vaduz.

Á fréttamannafundi í dag sagði Aron að það hefði verið virkilega erfitt að vera upp í stúku í Bosníu þar sem Ísland tapaði 0-3.

„Maður er fyrir utan og sér leikinn aðeins öðruvísi, það var virkilega erfitt að geta ekki verið inn á vellinum og stjórnað og skipulagt, gert það sem ég er góður í," segir Aron.

Íslenska landsliðið gerði leikinn upp á fundi.

„Við fórum vel yfir leikinn í gær og vitum hvað við þurfum að bæta. Það er slatti af hlutum. Það er bara spurning hvernig við bregðumst við. Þetta var slæmt tap."

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var svo beðinn um að lýsa því hvaða þýðingu það hefur fyrir liðið að endurheimta Aron.

„Aron er leiðtogi liðsins. Ekki bara inni á vellinum heldur líka inni á hóteli. Ég fann það strax þegar ég tók við liðinu. Það er rosalega mikilvægt að hafa leiðtoga eins og hann, hann er framlengingarsnúra þjálfarans inni á vellinum. Hann er einn af þeim leikmönnum sem geta breytt leikjum," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner