Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola orðinn hluti af býsna sérstökum hóp
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er kominn í ansi sérstakan hóp eftir að hafa stýrt Manchester City til sigurs í enska deildabikarnum í dag.

Man City hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum, 1-0.

Aymeric Laporte skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne. Franski miðvörðurinn byrjaði í dag þar sem John Stones var ekki klár í slaginn og hann var hetjan í þessum leik.

City hefur unnið keppnina fjórum sinnum í röð og er Guardiola kominn í hóp með þeim knattspyrnustjórum sem hafa unnið keppnina oftast.

Þetta er ansi góður hópur. Hinir þrír knattspyrnustjórarnir eru Brian Clough, Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson.

Mourinho stýrði Tottenham í úrslitin en fékk ekki tækifæri til að vinna þessa keppni í fimmta sinn þar sem hann var rekinn síðasta mánudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner