Andri Þór er markmaður sem uppalinn er hjá HK og hefur á sínum ferli líka spilað með Aftureldingu, Kórdrengjum, KFK og Ægi. Hann er á leið í sitt annað tímabil með Ægi.
Hann á alls að baki 128 leiki í meistaraflokki og ellefu leiki fyrir yngri landsliðin. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Hann á alls að baki 128 leiki í meistaraflokki og ellefu leiki fyrir yngri landsliðin. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Andri Þór Grétarsson
Gælunafn: Addi Grétars er vinsælt hjá vinunum.
Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða: Á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það hefur verið einhver klassískur æfingaleikur með HK árið 2015 minnir mig. Árið eftir spilaði ég svo fyrsta mótsleikinn.
Uppáhalds drykkur: Pepsi max og Nocco Ramonade verða að deila efsta sætinu.
Uppáhalds matsölustaður: Just wingin it er alvöru helvítis staður og vonast eftir góðu samstarfi eftir þetta.
Uppáhalds tölvuleikur: Hef nánast aldrei verið eitthvað í tölvuleikjum en var svakalegur í RuneScape í grunnskóla.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekkert svoleiðis...ennþá
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Psych er líklegast í fyrsta sæti en hef horft á The Office svona 100 sinnum.
Uppáhalds tónlistarmaður: Bóas trúbador á dönsku kránni.
Uppáhalds hlaðvarp: Minn fyrrverandi markmannsþjálfari heldur út ágætlega vinsælu hlaðvarpi sem heitir Dr.football sem ég hef mjög gaman af.
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram.
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Það er blanda af fotbolti.net eða chekka hvernig leikirnir fóru í amerísku íþróttunum.
Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm þarf varla að hafa fyrir því að láta mig hlægja.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Frábært, takk fyrir"
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik, Augnablik og Smári.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Verð að nefna nokkra. Þegar við vorum að keppa í U17 þá mættum við Englandi sem var með Trent og Marcus Edwards. Svo þegar við náðum ótrúlegu 1-1 jafntefli við Ítalíu og náðum að skora á Donnaruma sem er búinn að gera það ágætt síðan þá.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Kalli og Hjörvar Hafliða gáfu mér fyrstu sénsana með meistaraflokki og hjálpuðu mér helling. Davíð Smári var svo mjög góður að peppa mann upp fyrir hvaða leik sem er. Svo er maður búinn að hafa marga góða markmannsþjálfara.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það var alltaf mjög þreytt að mæta turnunum tveimur í Gróttu, Addi bomba og Pétur Theodór mega deila þessum verðlaunum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Bróðir minn Ingvar Þór Kale er helsta ástæða þess að ég fór í markið, ásamt því að þurfa hlaupa minna.
Sætasti sigurinn: Síðasti leikurinn í mótinu árið 2018 með Aftureldingu. Vorum 1-0 undir í hálfleik á Egilsstöðum og Vestri og Grótta á leiðinni upp í 1. deildina á okkar kostnað. Snérum því svo við í seinni hálfleik og unnum 3-1 og unnum deildina. Man nú ekki eftir því hvort það hafi komið þyrla frá Seltjarnarnesi til Egilsstaða með bikarinn fyrir að vinna 2. deildina.
Mestu vonbrigðin: Það var öööömurlegt að tapa úrslitaleik á Gothia Cup í vító.
Uppáhalds lið í enska: Man Utd en horfi einungis á þá á fimmtudögum þetta tímabil.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Innst inni þá vill Sigurður Hrannar Þorsteinsson koma aftur í Ægi og ég yrði sá fyrsti til að taka á móti honum.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: HK akademían er með marga gimsteina.
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Til að halda honum góðum þá segi ég Aron Fannar Hreinsson.
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Nota eina passið mitt hér.
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo Siuuu
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Þessi nýja 8 sekúndna regla á markmennina er hrikaleg en er mögulega smá hlutdrægur.
Uppáhalds staður á Íslandi: Skagafjörðurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í Kórdrengjum 2020 og við vorum að vinna einhvern leik 3-0 og við fáum horn á 90. mínútu. Ég þykist vera að fara inn í hornið og kalla á bekkinn "á ég ekki að fara inn?" og við skulum segja að Davíð Smára þjálfara fannst þetta ekki jafn fyndið og mér og starði mig niður aftur í markið mitt.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki beint hjátrú en fer alltaf fyrst í allt sem er vinstri (skó, legghlíf, sokka, hanska)
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Pílan, NFL og NBA
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila í Nike, svo eru það að sjálfsögðu Rinat hanskar.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fékk á mig klobbamark úr aukaspyrnu á móti Fram árið 2017 á ekkert svo vel mættum Laugardalsvelli sem betur fer.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Býð bara mönnum sem heita Aron. Myndi taka Aron Óskar Þorleifsson afþví hann talar ekki um annað en naut og bernaise þannig hann myndi sjá um matinn. Aron Fannar Hreinsson myndi halda uppi samræðunum með góðum bransasögum. Aron Daníel Arnalds(ADA) myndi svo sjá um tónlistina og myndum fá að hlusta á mikið af unreleased efni hjá honum.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Markmannsþjálfarinn hann Ivaylo Yanachkov betur þekktur sem Choki Boki. Það er svona 90% þvæla sem kemur úr honum.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Atli Rafn Guðbjartsson að keppa við einhvern grunnskóla krakka í ertu skarpari en skólakrakki.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á hálfbróður sem er hálfur indverji. Er ég þá 1/8 indverji?
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: í raun og veru enginn, allt toppmenn eins og ég hélt.
Hverju laugstu síðast: örugglega að ég væri búinn að hita nógu vel upp.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun er þrotuð
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Luke Littler hvort hann geti kennt mér að kasta eins og hann.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Fjölmenna vel í höfnina til að sjá fótbolta á besta grasi landsins. Væri svo óskandi að fá býfluguna aftur á leiki hjá okkur :)
Athugasemdir