Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
banner
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
föstudagur 25. apríl
Championship
Stoke City 0 - 2 Sheffield Utd
Bundesligan
Stuttgart 0 - 1 Heidenheim
Frauen
Potsdam W 1 - 3 Bayer W
WORLD: International Friendlies
Andorra U-16 2 - 1 San Marino U-16
Albania U-16 1 - 2 Kosovo U-16
Netherlands U-16 3 - 0 China PR U-16
Serie A
Atalanta - Lecce - 18:45
Toppserien - Women
Bodo-Glimt W 1 - 2 Honefoss W
Úrvalsdeildin
Dynamo Mkh 2 - 3 FK Krasnodar
Elitettan - Women
Ekkert mark hefur verið skorað
Hacken-2 W 0 - 1 Jitex W
fös 25.apr 2025 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 9. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í níunda sæti í spánni er Ægir frá Þorlákshöfn.

Ægi er spáð níunda sæti.
Ægi er spáð níunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Dabetic er algjör lykilmaður eins og síðustu ár.
Stefan Dabetic er algjör lykilmaður eins og síðustu ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Adeyemo er áhugaverður sóknarmaður.
Jordan Adeyemo er áhugaverður sóknarmaður.
Mynd/Ægir
Aron Daníel Arnalds.
Aron Daníel Arnalds.
Mynd/Ægir
Dimitrije Cokic er öflugur miðjumaður.
Dimitrije Cokic er öflugur miðjumaður.
Mynd/Ægir
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

9. Ægir
Eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni sumarið áður, þá náði Ægir ekki miklu flugi í 2. deild í fyrra. Þeir byrjuðu reyndar vel og voru í öðru sæti eftir fimm leiki en svo fór loftið úr blöðrunni ef svo má segja. Á einum tímapunkti tapaði liðið sjö leikjum úr röð og missti af öllu því sem kallast toppbarátta. Uppgangur Ægismanna var hraður áður en kom að síðasta sumri. Liðið var í 4. deild sumarið 2019 og í neðri hluta 3. deild sumarið 2020. Svo komst liðið í Lengjudeildina fyrir sumarið 2023 og þetta var kannski of mikið, of fljótt. Í fyrra tók Ægir skref til baka í fyrsta sinn í langan tíma og ef spáin rætist í sumar þá gera þeir það aftur núna en það er væntanlega ekki markmiðið í Þorlákshöfn.

Þjálfarinn: Nenad Zivanovic er þjálfari Ægis og hefur verið það frá árinu 2019. Þá var liðið í 4. deild en undir hans stjórn hefur Ægir klifrað upp deildirnar, allt þar til 2023 þegar Ægismenn féllu úr Lengjudeildinni. Eftir sumarið 2023 þá skrifaði Nenad undir nýjan tveggja ára samning sem gildir út yfirstandandi tímabil. Nenad er frá Serbíu og er fæddur 1976, en hann átti farsælan feril sem leikmaður í heimalandinu, í Færeyjum og ekki síst hér á Íslandi. Hann spilaði með Breiðabliki en einnig með Fjarðabyggð og Þór. Aðstoðarmaður hans er Arnar Logi Sveinsson, en hann tók við því starfi í fyrra.

Stóra spurningin: Ná þeir að rísa aftur upp?
Það kom högg í verkefnið hjá Þorlákshafnarfélaginu í fyrra er liðið endaði í áttunda sæti 2. deildar. Þetta hafði eiginlega einungis verið upp á við þar áður þar sem þeir flugu upp deildirnar. Núna er spurningin hvernig liðið dílar við verkefnið eftir svona frekar erfitt sumar í fyrra. Ná þeir að koma sér aftur í toppbaráttuna eða verður þetta aftur erfitt. Ná Ægismenn að rífa sig upp eftir mótlætið? Það er verkefni fyrir þjálfarann sem hefur verið þarna í langan tíma að finna aftur réttu blönduna.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Jordan Adeyemo og Stefan Dabetic
Ægismenn náðu í Jordan Adeyemo, þennan öfluga framherja, í vetur. Hann hefur verið að spila í fyrstu deild á Írlandi. Á undirbúningstímabilinu skoraði hann tíu mörk í sex leikjum, því verður mjög gaman að sjá hvað hann setur mörg í sumar. Stefan Dabetic er búinn að vera hjá Ægi síðan 2019. Spilaði flestar mínútur hjá liðinu í fyrra og er ómissandi fyrir liðið. Hann er hávaxinn og sterkur hafsent frá Serbíu.

Gaman að fylgjast með: Aron Daníel Arnalds
Leikmaður sem hefur verið á flakki um neðri deildirnar. Er hraður kantari sem getur skorað. Ef hann fær traustið í sumar gæti hann sprungið út.

Komnir:
Aleksa Ivanovic frá Serbíu
Andi Morina frá Þrótti R.
Andrew Butsuwan frá Stokkseyri
Baptiste Gateau frá Bandaríkjunum
Daníel Karl Þrastarson frá Þrótti R. (Á láni)
Einar Breki Sverrisson frá Selfossi (Á láni)
Ivan Rodrigo Moran Blanco frá Víkingi Ó.
Ísak Aron Ómarsson frá HK (Á láni)
Jordan Adeyemo frá Írlandi
Jón Jökull Þráinsson frá Stokkseyri
Sigurður Óli Guðjónsson frá Árborg

Farnir:
Anton Fannar Kjartansson í Leikni R.
Arilíus Óskarsson í Stokkseyri
Ágúst Karel Magnússon í Þrótt R. (Var á láni)
Emil Ásgeir Emilsson í Elliða
Geoffrey Wynton Mandelano Castillion til Hollands
Sindri Björn Hjaltested í Víking R. (Var á láni)
Toma Ivov Ouchagelov til Búlgaríu

Þjálfarinn segir - Nenad Zivanovic
Eftir úrslitin í Lengjubikarnum, þar sem við komumst ekki upp úr riðlinum, og eftir úrslitin í Mjólkurbikarnum þá skil ég alveg að þjálfararnir spái okkur níunda sæti. Þetta er erfitt þegar það tekur langan tíma fyrir liðið að koma saman. Við vorum ekki komnir með leikmannahópinn saman eftir áramót og náðum ekki að spila okkur saman í æfingaleikjum. Og það gerir okkur erfitt fyrir núna þegar deildin byrjar. Frá því við spáðum og þangað til núna, þá höfum við fengið inn fjóra leikmenn sem styrkja liðið mjög mikið. Ef við fáum ákveðna heppni, sem er nauðsynleg, og ef leikmennirnir ná að undirbúa sig vel, kynnast hvor öðrum vel, kynnast kerfinu og okkar leik, og sleppa við meiðsli þá er mögulegt að við verðum í baráttu um toppinn sem er alltaf markmið Ægis. Það hefur verið þannig síðustu ár að liðum sem er spáð neðstu sætunum tekst stundum að komast upp um deild og það er alls ómögulegt fyrir okkur."

Fyrstu þrír leikir Ægis:
2. maí, KFG - Ægir (Samsungvöllurinn)
10. maí, Ægir - KFA (GeoSalmo völlurinn)
17. maí, Ægir - Kormákur/Hvöt (GeoSalmo völlurinn)
Athugasemdir
banner