
Það var skemmtileg stund í Laugardalnum í vikunni þegar Þróttur og Breiðablik áttust við í stórleik í Bestu deild kvenna.
Utan vallar eru Unnur Dóra Bergsdóttir og Karitas Tómasdóttir í sambandi en innan vallar voru þær andstæðingar í leiknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær mætast inn á vellinum en það eru nokkur ár síðan það gerðist síðast.
Utan vallar eru Unnur Dóra Bergsdóttir og Karitas Tómasdóttir í sambandi en innan vallar voru þær andstæðingar í leiknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær mætast inn á vellinum en það eru nokkur ár síðan það gerðist síðast.
Eru orðnar nokkur vanar því að mætast
„Við erum bara orðnar nokkuð vanar því og það er í raun bara eins og að mæta hverjum öðrum leikmönnum, eigum frekar auðvelt með að aðskilja fótbolta og heimili," segir Unnur Dóra við Fótbolta.net.
Leikurinn var mjög fjörugur en hann endaði með 2-2 jafntefli. Þróttur komst 2-0 yfir en Blikar komu til baka og jöfnuðu. Það er alveg hægt að búast við því að þessi lið verði í samkeppni á toppi deildarinnar í sumar.
„Leikurinn á þriðjudaginn var sennilega mest spennandi leikur sem við höfum spilað okkar á milli og það var nóg um að ræða eftir hann!"
„Við erum báðar með mikið keppnisskap og fílum samkeppni. þetta stefnir í jafna deild þannig erum mjög spenntar fyrir sumrinu," segir Unnur Dóra jafnframt.
Hafliði Breiðfjörð var á vellinum og tók skemmtilegar myndir af þeim í leiknum sem má sjá með þessari frétt.
Bæði Þróttur og Breiðablik eru með fjögur stig eftir tvo leiki en næsta umferð hefst á sunnudag.
sunnudagur 27. apríl
14:00 FH-FHL (Kaplakrikavöllur)
17:00 Valur-Þór/KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
17:00 Tindastóll-Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)
þriðjudagur 29. apríl
18:00 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
18:00 Víkingur R.-Þróttur R. (Víkingsvöllur)
Athugasemdir