HK heimsóttu KR á Meistaravöllum núna í kvöld þegar 6.umferð Pepsi Max deildar karla lauk.
HK gerðu jafntefli við KR 1-1 en Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir Kópavogspilta.
„Að mörgu leiti bara sanngjöfn úrslit held ég. Bæði lið fengu fá færi og fáa möguleika." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.
HK gerðu jafntefli við KR 1-1 en Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir Kópavogspilta.
„Að mörgu leiti bara sanngjöfn úrslit held ég. Bæði lið fengu fá færi og fáa möguleika." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 HK
„Við fengum sennilega okkar bestu möguleika áður en KR skorar fyrsta markið sem kom bara eins og það kom og þá var lykilatriðið að við héldum haus og vorum þolinmóðir og við vissum að við myndum fá okkar möguleika á einhverjum tímapunkti.
„Það gat allt gerst eftir að við jöfnum svona hvernig þetta var fram og tilbaka eftir jöfnunarmarkið okkar að þá er þetta bara fínt stig á KR velli."
HK endurheimti lykilmenn úr meiðslum í dag en þurftu svo því miður að horfa á eftir Atla Arnarssyni fara meiddan af velli í dag. Aðspurður um hvenær hann myndi endurheimta sitt sterkasta lið sagði Brynjar að hann stillir alltaf upp sínu sterkasta liði.
„Við stillum alltaf upp okkar sterkasta liði í hverjum einasta leik. Stillum upp liði sem ég tel að geti unnið leikina og það er bara hluti af þessu að menn meiðast og þurfa jafnvel hvíld inn á milli en þeir 11 sem byrja eru alltaf sterkasta liðið hverju sinni."
HK eru einungis með 3 stig eftir 6 leiki en Brynjar Björn hefur ekki áhyggjur.
„Nei það var karakter í þessu í dag hjá okkur að ná að jafna eftir að fá mark á okkur sem var kannski ekki alveg í kortunum við vorum búnir að verjast vel í fyrri hálfleik og gerum ein mistök og er refsað, það er búið að vera okkar saga svolítið í fyrstu leikjunum."
Nánar er rætt við Brynjar Björn Gunnarsson í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























