Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Kompany farinn frá Anderlecht (Staðfest) - Tekur við Burnley
Vincent Kompany er að taka við Burnley
Vincent Kompany er að taka við Burnley
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany er hættur með Anderlecht en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Hann er að taka við Burnley á Englandi.

Kompany, sem er 36 ára gamall, tók við sem spilandi þjálfari Anderlecht árið 2019 eftir að hann yfirgaf Englandsmeistaralið Manchester City.

Hann lagði skóna á hilluna árið 2020 og einbeitti sér að þjálfun Anderlecht en hefur nú sagt skilið við félagið.

Athletic greinir frá því að hann sé við það að taka við Burnley en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Kompany er þegar byrjaður að vinna í því að fá leikmenn til Burnley og verður hann kynntur sem nýr stjóri félagsins á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner