mið 25. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mynd: Fráfarandi og verðandi þjálfari KR sátu saman í stúkunni í fyrsta sigrinum
Christopher Harrington og Jóhannes Karl Sigursteinsson í stúkunni á Meistaravöllum á mánudag
Christopher Harrington og Jóhannes Karl Sigursteinsson í stúkunni á Meistaravöllum á mánudag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson stýrir liðinu tímabundið á meðan gengið er frá þjálfaramálunum
Arnar Páll Garðarsson stýrir liðinu tímabundið á meðan gengið er frá þjálfaramálunum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það bárust óvæntar fréttir um helgina er Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði upp störfum sem aðalþjálfari kvennaliðs KR en hann hafði sagt starfi sínu lausi í byrjun mánaðarins.

Jóhannes tók við liðinu sumarið 2019 og stýrði liðinu í 7. sæti áður en liðið féll árið eftir.

Tímabilið var flautað af vegna kórónaveirunnar og féll KR því niður í Lengjudeildina en staldraði stutt við þar og fór beint aftur upp. Liðið hafði tapað fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar í ár áður en KR sendi út tilkynningu um að Jóhannes væri hættur.

Hann hafði sagt upp störfum í byrjun maí en það þótti heldur undarlegt að hann hafi haldip áfram að þjálfa liðið. KR-ingar staðfestu þá að Christopher Harrington, aðstoðarmaður Jóhannesar, myndi taka við um mánaðarmótin en breyttu síðan tilkynningunni.

Jóhannes sagði í samtali við Vísi að stjórn KR hafði beðið hann um að þjálfa liðið á meðan hún gæti fundið arftaka hans. Það voru nokkrar ástæður fyrir uppsögninni en hann var ekki ánægður með hvernig leikmannamálum var háttað. Erlendu leikmennirnir voru ekki með leikheimild í byrjun mótsins og fannst honum kominn tími á að hrista aðeins upp í hlutunum.

Arnar Páll Garðarsson og Gunnar Einarsson stýra liðinu út þennan mánuð áður en Harrington tekur við keflinu.

Jóhannes og Harrington voru báðir á Meistaravöllum á mánudag er KR vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu en þeir sátu saman í stúkunni og fóru yfir leikinn.

„Kalli sagði mér þetta í byrjun maí að hann ætlaði að stíga til hliðar. Hann er með sínar ástæður fyrir því og ég skil hann alveg ágætlega. Mér finnst hann vera að taka eitt fyrir liðið, hann er ekki að gefast upp eða flýja stöðuna. Hann mat þetta svona og svo fór sem fór. Gunni kom virkilega flottur, náttúrlega bara ein æfing sem við tókum saman og hann kom með frábæra orku í gær (sunnudag) og í dag (mánudag)," sagði Arnar Páll við Fótbolta.net.

„Já, það er eitthvað fram og til baka með það. Það mun skýrast eitthvað í vikunni hvernig þetta verður í framtíðinni. Það eru nokkrar pælingar í gangi og viðræður í gangi og ég reikna með að það komi yfirlýsing í framhaldi af því," sagði Arnar Páll eftir leikinn við Aftureldingu en hann hefur mikinn áhuga á að taka við liðinu.

Rebekka Sverrisdóttir, leikmaður KR, segir að leikmenn hafi ekki búist við þessu. Hún vildi samt þakka honum kærlega fyrir samstarfið.

„Við fengum að vita það rétt áður en það var tilkynnt í fjölmiðla. Við þökkum Kalla kærlega fyrir sitt starf og hann undirbjó þennan leik með Arnari líka þangað til hann hætti og takk fyrir allt Kalli."

„Við bjuggumst ekki við því en held að við höfum náð að fókusera á leikinn og þetta hafði ekki áhrif á okkur,"
sagði Rebekka við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner