Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. maí 2022 14:24
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu bikarmörkin: Óvænt úrslit á Dalvík og ÍA lenti í kröppum dansi
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Átta fyrstu leikirnir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fóru fram í gær og hefur RÚV, rétthafi keppninnar, birt markaveislu á Twitter hjá sér.

Óvæntustu úrslitin urðu á Dalvík þar sem Dalvík/Reynir í 3. deildinni sló út Lengjudeildarlið Þórs 2-0.

Á Höfn í Hornafirði lenti ÍA í kröppum dansi gegn Sindra. Heimamenn komust tvisvar yfir í leiknum en þurftu að sætta sig við 3-5 tap að lokum.

Afturelding lenti undir gegn Vestra í framlengingu en náði samt að snúa dæminu við og koma sér áfram, Selfoss vann Magna í vítaspyrnukeppni, HK vann Gróttu og Ægir vann Hött/Huginn.

ÍR í 2. deild sló út Lengjudeildarlið Grindavíkur og þá unnu Kórdrengir 2-0 sigur gegn Hvíta Riddaranum en mörkinunum úr þeim leik hefur verið bætt við fréttina.


Athugasemdir
banner
banner
banner