Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 25. maí 2024 20:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður stórkostlega, þetta er nógu erfiður útivöllur og ég þekki þennan völl mjög vel hafandi spilað fullt af leikjum hérna en vsvo bætiru við þessum aðstæðum sem voru í dag þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu og ég fullyrði það." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir frábæran 0-1 útisigur á Norðurálsvellinum í dag þegar liðið heimsótti ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Að vinna 1-0 sigur hérna, þetta var engin tiki taka leikur, við þurftum ekki á því að halda í dag. Þetta var bara hjartað, hugrekki og mikla heppni til að landa þessum sigri afþví í svona leik og aðstæðum þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna og þess háttar og við vorum heppnari í dag."

„Þetta var eitthvað meira en bara vindur sko, spurning hvort leikurinn hefði átt að fara fram ég veit það ekki. Mér finnst einhverneigin að við eigum að vera komnir aðeins lengra en mögulega er það ekki hægt útaf leikjaálagi og þess háttar. Bæði lið reyndu bara að gera sitt besta úr þessu og við vorum heppnari að mínu mati að hafa landað þessum sigri."

Stóra atvikið sem réði þessum úrlistum var þegar Daniel Dejan Djuric féll inn í teig ÍA efitr samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að lýta rautt spjald í kjölfarið og þetta atvik var vægast sagt umdeilt. 

„Það er bara nákvæmlega eins og þú segir og ég held að Elli (Erlendur Eiríksson) dómari hefur bara ekki það sem sjónvarpsáhorfendur hafa eitthvað slow endursýningu úr þessu afþví við fyrstu sýn virkaði þetta pjúra víti en svo ef þú breikar þetta aðeins niður að þá mögulega rennur hann aðeins til, en alls ekki að reyna físka víti, hann er að reyna ná til boltans þannig já það hægt að kaupa það að þetta hafi verið „soft víti" en eftir það þá fannst mér dómarateymið vera mjög sterkt af því voru ákveðin áköll úr stúkunni og ég þekki mína menn á Skaganum mjög vel og það eru læti."

Viðtalið við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner