Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 25. maí 2024 20:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður stórkostlega, þetta er nógu erfiður útivöllur og ég þekki þennan völl mjög vel hafandi spilað fullt af leikjum hérna en vsvo bætiru við þessum aðstæðum sem voru í dag þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu og ég fullyrði það." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir frábæran 0-1 útisigur á Norðurálsvellinum í dag þegar liðið heimsótti ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Að vinna 1-0 sigur hérna, þetta var engin tiki taka leikur, við þurftum ekki á því að halda í dag. Þetta var bara hjartað, hugrekki og mikla heppni til að landa þessum sigri afþví í svona leik og aðstæðum þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna og þess háttar og við vorum heppnari í dag."

„Þetta var eitthvað meira en bara vindur sko, spurning hvort leikurinn hefði átt að fara fram ég veit það ekki. Mér finnst einhverneigin að við eigum að vera komnir aðeins lengra en mögulega er það ekki hægt útaf leikjaálagi og þess háttar. Bæði lið reyndu bara að gera sitt besta úr þessu og við vorum heppnari að mínu mati að hafa landað þessum sigri."

Stóra atvikið sem réði þessum úrlistum var þegar Daniel Dejan Djuric féll inn í teig ÍA efitr samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að lýta rautt spjald í kjölfarið og þetta atvik var vægast sagt umdeilt. 

„Það er bara nákvæmlega eins og þú segir og ég held að Elli (Erlendur Eiríksson) dómari hefur bara ekki það sem sjónvarpsáhorfendur hafa eitthvað slow endursýningu úr þessu afþví við fyrstu sýn virkaði þetta pjúra víti en svo ef þú breikar þetta aðeins niður að þá mögulega rennur hann aðeins til, en alls ekki að reyna físka víti, hann er að reyna ná til boltans þannig já það hægt að kaupa það að þetta hafi verið „soft víti" en eftir það þá fannst mér dómarateymið vera mjög sterkt af því voru ákveðin áköll úr stúkunni og ég þekki mína menn á Skaganum mjög vel og það eru læti."

Viðtalið við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner