Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 25. maí 2024 20:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður stórkostlega, þetta er nógu erfiður útivöllur og ég þekki þennan völl mjög vel hafandi spilað fullt af leikjum hérna en vsvo bætiru við þessum aðstæðum sem voru í dag þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu og ég fullyrði það." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir frábæran 0-1 útisigur á Norðurálsvellinum í dag þegar liðið heimsótti ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Að vinna 1-0 sigur hérna, þetta var engin tiki taka leikur, við þurftum ekki á því að halda í dag. Þetta var bara hjartað, hugrekki og mikla heppni til að landa þessum sigri afþví í svona leik og aðstæðum þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna og þess háttar og við vorum heppnari í dag."

„Þetta var eitthvað meira en bara vindur sko, spurning hvort leikurinn hefði átt að fara fram ég veit það ekki. Mér finnst einhverneigin að við eigum að vera komnir aðeins lengra en mögulega er það ekki hægt útaf leikjaálagi og þess háttar. Bæði lið reyndu bara að gera sitt besta úr þessu og við vorum heppnari að mínu mati að hafa landað þessum sigri."

Stóra atvikið sem réði þessum úrlistum var þegar Daniel Dejan Djuric féll inn í teig ÍA efitr samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að lýta rautt spjald í kjölfarið og þetta atvik var vægast sagt umdeilt. 

„Það er bara nákvæmlega eins og þú segir og ég held að Elli (Erlendur Eiríksson) dómari hefur bara ekki það sem sjónvarpsáhorfendur hafa eitthvað slow endursýningu úr þessu afþví við fyrstu sýn virkaði þetta pjúra víti en svo ef þú breikar þetta aðeins niður að þá mögulega rennur hann aðeins til, en alls ekki að reyna físka víti, hann er að reyna ná til boltans þannig já það hægt að kaupa það að þetta hafi verið „soft víti" en eftir það þá fannst mér dómarateymið vera mjög sterkt af því voru ákveðin áköll úr stúkunni og ég þekki mína menn á Skaganum mjög vel og það eru læti."

Viðtalið við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner