Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   lau 25. maí 2024 20:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður stórkostlega, þetta er nógu erfiður útivöllur og ég þekki þennan völl mjög vel hafandi spilað fullt af leikjum hérna en vsvo bætiru við þessum aðstæðum sem voru í dag þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu og ég fullyrði það." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir frábæran 0-1 útisigur á Norðurálsvellinum í dag þegar liðið heimsótti ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Að vinna 1-0 sigur hérna, þetta var engin tiki taka leikur, við þurftum ekki á því að halda í dag. Þetta var bara hjartað, hugrekki og mikla heppni til að landa þessum sigri afþví í svona leik og aðstæðum þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna og þess háttar og við vorum heppnari í dag."

„Þetta var eitthvað meira en bara vindur sko, spurning hvort leikurinn hefði átt að fara fram ég veit það ekki. Mér finnst einhverneigin að við eigum að vera komnir aðeins lengra en mögulega er það ekki hægt útaf leikjaálagi og þess háttar. Bæði lið reyndu bara að gera sitt besta úr þessu og við vorum heppnari að mínu mati að hafa landað þessum sigri."

Stóra atvikið sem réði þessum úrlistum var þegar Daniel Dejan Djuric féll inn í teig ÍA efitr samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að lýta rautt spjald í kjölfarið og þetta atvik var vægast sagt umdeilt. 

„Það er bara nákvæmlega eins og þú segir og ég held að Elli (Erlendur Eiríksson) dómari hefur bara ekki það sem sjónvarpsáhorfendur hafa eitthvað slow endursýningu úr þessu afþví við fyrstu sýn virkaði þetta pjúra víti en svo ef þú breikar þetta aðeins niður að þá mögulega rennur hann aðeins til, en alls ekki að reyna físka víti, hann er að reyna ná til boltans þannig já það hægt að kaupa það að þetta hafi verið „soft víti" en eftir það þá fannst mér dómarateymið vera mjög sterkt af því voru ákveðin áköll úr stúkunni og ég þekki mína menn á Skaganum mjög vel og það eru læti."

Viðtalið við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner