Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 25. maí 2024 10:25
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola um Kompany: Skiptir engu máli að hann hafi fallið
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er einn fremsti þjálfari fótboltaheimsins í dag og hefur hann miklar mætur á fyrrum lærisveini sínum Vincent Kompany.

Kompany var lykilmaður í varnarlínu Man City og kláraði ferilinn sinn undir stjórn Guardiola áður en hann hélt í þjálfun.

Kompany þjálfaði Anderlecht frá 2019 til 2022 og var svo ráðinn til Burnley þar sem hann gerði flotta hluti og fór með liðið beint upp í ensku úrvalsdeildina. Burnley rúllaði upp Championship deildinni en þegar komið var í ensku úrvalsdeildina hríðféll liðið beint aftur niður.

Kompany var þó ekki kennt um fallið. Stjórn Burnley vill ekki reka hann og nú er þýska stórveldið FC Bayern sterklega orðað við Kompany, félagið ætlar að bjóða honum samning til að taka við þjálfarastarfinu af Thomas Tuchel.

„Vincent Kompany mun stýra Man City einn daginn, ég er að segja ykkur það. Það mun klárlega gerast. Þið megið hringja í mig þegar það gerist," sagði Guardiola.

„Það skiptir engu máli að hann hafi fallið með Burnley, hann hefur gert frábæra hluti með félagið.

„Ég hef mikið álit á starfsháttum hans. Hann er frábær manneskja með magnaðan persónuleika og hann er með alvöru fótboltaheila. Hann er líka frábær í fjölmiðlum, ég held að hann geti gert frábæra hluti hjá Bayern. Mér þætti mjög gaman að sjá hann í því starfi."

Athugasemdir
banner
banner
banner