Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjórn Bayern sannfærð um að Tuchel sé að taka við Man Utd
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Stjórn þýska félagsins Bayern München er sannfærð um að Thomas Tuchel sé að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United en þetta segir Christian Falk.

Tuchel tilkynnti í febrúar að hann yrði ekki áfram með Bayern á næstu leiktíð.

Bayern fór í viðræður við Tuchel um nýjan samning en Þjóðverjinn leyfði þeim viðræðum að renna út í sandinn.

Falk er einn sá áreiðanlegasti þegar það kemur að fréttum um Bayern en hann sagði á X að stjórn Bayern væri sannfærð um að Tuchel hafi viljandi ákveðið að sigla viðræðunum í strand.

Stjórnin telur að það sé öruggt að Tuchel sé að taka við Manchester United af Erik ten Hag, en Guardian og fleiri miðlar fullyrða að Hollendingurinn verði rekinn eftir úrslitaleik enska bikarsins.

Tuchel hefur áður talað um að hann verk hans á Englandi sé óklárað og hann sé spenntur fyrir hugmyndinni að fara aftur í enska boltann, en hans gamla félag, Chelsea, er einnig sagt áhugasamt um að fá hann aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner