Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júní 2021 09:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að gera Grealish að þeim dýrasta í sögu enska boltans
Grealish er á leið til Man City.
Grealish er á leið til Man City.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem Jack Grealish muni ganga í raðir Manchester City eftir Evrópumótið.

Enskir fjölmiðlar segja frá þessu í dag. Daily Mail er þar á meðal en þeir segja að Grealish muni ganga í raðir City fyrir 100 milljónir punda eftir EM.

Mail segir að City og Aston Villa séu búin að komast að samkomulagi um risastór félagaskipti.

Þetta verða stærstu félagaskipti í sögu enska fótboltans. Aðrir fjölmiðlar eins og ESPN og Talksport fjalla einnig um málið. Talksport segir að skiptin séu svo gott sem gengin í gegn.

Grealish er 25 ára gamall en hann fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni síðustu leiktíð. Hann er mjög tæknilega góður leikmaður sem getur spilað framarlega á miðju og út á kanti.

Talið er að City vilji einnig kaupa Harry Kane frá Tottenham. Ef félaginu tekst að landa bæði Grealish og Kane, þá yrði lið þeirra ótrúlegt á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner