Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Forseti UEFA svarar Guardiola og Klopp - „Ef þú spilar minna þá færðu minni pening"
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að Pep Guardiola og Jürgen Klopp ættu að hætta að kvarta í sambandinu yfir leikjaálagi og velferð leikmanna og líta til frekar til enska knattspyrnusambandsins.

Guardiola og Klopp hafa ítrekað gagnrýnt bæði UEFA og FIFA síðustu mánuði en þeir hafa verulega áhyggjur af velferð leikmanna sem voru að klár langt tímabil og fóru svo beint í það að spila landsleiki í Þjóðadeildinni. Dagskráin var þétt í Þjóðadeildinni þar sem landsliðin spiluðu mörg hver fjóra leiki á tíu dögum.

Leikjum hefur fjölgað með ári hverju og heldur sú fjölgun áfram eftir tvö ár er ný og endurbætt Meistaradeild verður sett á laggirnar.

Ceferin var í viðtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu og virðist leiður á að heyra kvartið í þjálfurunum. Hann segir að félögin verði að fórna einhverju eins og tildæmis leggja niður eina bikarkeppni og fækka liðum í efstu deild.

„Það er rosalega auðvelt að ráðast alltaf á FIFA og UEFA, en þetta er mjög einfalt mál. Ef þú spilar minna þá færðu minni pening. Fólkið sem getur kvartað er það sem fær 1000 evrur fyrir að vinna í verksmiðjum og þénar töluvert minna."

„Það vilja allir fleiri bikarleiki en enginn virðist tilbúinn að fórna þeim. Félögin vildu tíu leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en fá átta, því það er rétta talan."

„Deildirnar í Evrópu eiga að vera með 18 lið en forsetarnir eru ekki sammála. Þeir ættu að skilja það líka að það er alltof mikið að vera með tvær bikarkeppnir,"
sagði Ceferin.
Athugasemdir
banner
banner
banner