Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 25. júní 2022 15:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Annar sigur Vestra í röð
Lengjudeildin
Elmar Atli Garðarsson
Elmar Atli Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri 2 - 1 Grindavík
0-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('23 )
1-1 Martin Montipo ('55 )
2-1 Elmar Atli Garðarsson ('73 )

Lestu um leikinn


Einn leikur fór fram í Lengjudeildinni í dag. Vestri og Grindavík mættust á Ísafirði.

Gestirnir komust yfir með klaufalegu marki. Tómas Leó Ásgeirsson nýtti sér mistök Pétur Bjarnasonar. 

„Grindavík eru komnir yfir! Pétur Bjarnason skellir sér í tæklingu á miðjum vallarhelmingi Vestra og fer ekki betur en svo að hann tæklar hann beint í gegn á Tómas sem klárar vel niðri í fjær." Skrifaði Jón Ólafur Eiríksson í textalýsinguna.

Vestri var sterkari í fyrri hálfleiknum en marki undir þegar hálfleiksflautið gall.

Eftir tæplega klukkutíma leik náði Vestri að jafna metin en þar var að verki Martin Montipo sem fylgdi á eftir skoti Christian Jiménez Rodríguez sem Aron Dagur í marki Grindavíkur varði.

Elmar Atli Garðarsson tryggði síðan heimamönnum sigurinn af miklu harðfylgi. Virkilega sterkur sigur Vestra sem hoppa úr 9. sæti í það sjötta, einu stigi á eftir Grindvíkingum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner