Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júlí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Okazaki áfram hjá Huesca eftir titilsigur
Mynd: Getty Images
Japanski framherjinn Shinji Okazaki er búinn að framlengja samning sinn við SD Huesca um eitt ár eftir að félagið vann B-deildina á Spáni.

Huesca tapaði 14 leikjum og fékk aðeins 70 stig úr 42 umferðum en tókst samt að vinna deildina.

Okazaki er 34 ára gamall og skoraði 12 mörk í 36 deildarleikjum á tímabilinu. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Leicester 2016 en þar áður spilaði hann fyir Stuttgart og Mainz í efstu deild þýska boltans.

Huesca er komið upp í efstu deild í annað sinn í sögunni, en fyrsta skiptið var 2018. Liðið féll beint aftur niður um deild og er komið beint upp á ný eftir magnaðan lokasprett í La Liga 2 eftir Covid hlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner