Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. júlí 2022 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María aftur í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá sænska liðinu Häcken. Agla María þekkir vel til hjá Breiðabliki því hún lék með Blikum síðustu fjögur tímabil áður en hún hélt til Häcken í vetur. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Häcken og kemur á láni til Breiðabliks út tímabilið.

Henni gekk ekki nægilega vel hjá Häcken, náði ekki að verða fastamaður í því sterka liði og er nú komin til baka í Breiðablik út þetta tímabil.

Hún er uppalinn Bliki en hefur einnig leikið með Val og Stjörnunni á sínum ferli. Hún á að baki 111 leiki í efstu deild á Íslandi og hefur í þeim skorað 56 mörk.

Agla María var hluti af A-landsliðinu sem lék á EM í þessum mánuði, kom við sögu öllum þremur leikjum Íslands á EM og var í byrjunarliðinu í lokaleiknum gegn Frakklandi. Hún skoraði sitt fjórða landsliðsmark gegn Póllandi í vináttuleik í aðdraganda EM. Hún hefur alls leikið fimmtíu landsleiki.

Næsti leikur Breiðabliks, sem er í öðru sæti Bestu deildarinnar, er gegn KR á fimmtudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner