Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. júlí 2022 09:55
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þú tekur það frá honum þá færðu ekki sama Pablo"
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur í leik með Víkingi
Viktor Örlygur í leik með Víkingi
Mynd: EPA
Pablo Punyed, leikmaður Víkings, verður ekki með liðinu í seinni leiknum gegn TNS frá Wales í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun en Viktor Örlygur Andrason mun að öllum líkindum leysa hann af hólmi.

Þessi öflugi landsliðsmaður El Salvador fékk gult spjald undir lok leiks í 2-0 sigrinum á TNS á fimmtudag fyrir að tuða í dómara leiksins og verður því í banni.

„Pablo er Pablo. Ég sá ekki gula spjaldið en hann fer 'all-in' allan leikinn og er að rífast við dómarana, alla og sjálfan sig í leiðinni. Ef þú tekur þá frá honum þá færðu ekki sama Pablo," sagði Arnar um Pablo.

Einn besti alhliða leikmaður Íslands

Viktor Örlygur sat allan tímann á varamannabekknum gegn TNS en það er gert ráð fyrir því að hann verði í byrjunarliði Víkings á morgun.

„Við hvíldum markahæsta mann okkar frá síðasta tímabili og einn besta alhliða leikmann Íslands í Viktori. Það var erfitt að hvíla þá en það var mikilvægt. Stundum gengur það upp og stundum ekki en það gekk fullkomlega upp."

„Já, ég held að það sé öruggt að hann spili þann leik. Hann er miðjumaður og er í U21. Það er skammarlegt að ég gat ekki notað hann í jafn mikilvægum leik og í kvöld, en hann er Víkingur út í gegn og hann sætti sig við það og verður tilbúinn á þriðjudag,"
sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi eftir leikinn gegn TNS.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner