Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 25. júlí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jelena frá í nokkrar vikur í viðbót - Olla að snúa til baka
Ólöf Sigríður
Ólöf Sigríður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna hefst aftur seinna í þessari viku eftir EM hlé. Þá fara fram tveir leikir, tveimur leikjum hefur verið flýtt vegna þátttöku Vals og Breiðabliks í Meistaradeildinni.

Á fimmtudag mætir Valur liði Stjörnunnar og Breiðablik mætir KR. Viku seinna, þann 4. ágúst, fer svo fram fyrsta heila umferðin í deildinni eftir hlé.

Þróttur sækir þá Aftureldingu heim og eru tíðindi úr herbúðum Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem meiddist illa fyrir mót, er að snúa aftur og gæti tekið þátt í leiknum. Þetta sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, við Fótbolta.net í dag.

Í næstsíðustu umferðinni fyrir hlé þurfti miðvörðurinn Jelena Tinna Kujundzic að fara af velli vegna meiðsla. Það styttist í að hún verði aftur klár í slaginn en hún mun þó ekki vera orðin klár fyrir leikinn gegn Aftureldingu.

fimmtudagur 28. júlí
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)

fimmtudagur 4. ágúst
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
17:30 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
20:00 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
20:00 Afturelding-Þróttur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner