Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Brentford: Konaté og Lewis-Potter koma inn
Ibrahima Konaté byrjar í hjarta varnarinnar.
Ibrahima Konaté byrjar í hjarta varnarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool tekur á móti Brentford í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Arne Slot gerir eina breytingu á byrjunarliði Liverpool frá sigrinum gegn Ipswich, þar sem Ibrahima Konaté kemur inn í varnarlínuna fyrir Jarell Quansah.

Thomas Frank gerir einnig eina breytingu frá sigri Brentford á útivelli gegn Crystal Palace í fyrstu umferð, þar sem Keane Lewis-Potter kemur inn í byrjunarliðið fyrir Kevin Schäde.

Ivan Toney er enn utan hóps þar sem hann gæti verið seldur fyrir gluggalok og þá eru fyrrum leikmenn Liverpool, þeir Fábio Carvalho og Sepp van den Berg, á bekknum.

Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkvörður Brentford og situr á bekknum.

Brentford: Flekken, Roerslev, Collins, Pinnock, Ajer, Norgaard, Janelt, Jensen, Mbuemo, Lewis-Potter, Wissa
Varamenn: Valdimarsson, van der Berg, Schade, Carvalho, Onyeka, Mee, Yarmoliuk, Damsgaard, Trevitt

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Mac Allister, Gravenberch, Szoboszlai, Salah, Jota, Diaz
Varamenn: Kelleher, Gomez, Endo, Nunez, Gakpo, Elliott, Tsimikas, Quansah, Bradley
Athugasemdir
banner
banner
banner