Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Þorlákur Árna spáir í fimmtándu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vinnur Fylki samkvæmt spá Láka.
Valur vinnur Fylki samkvæmt spá Láka.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Glódís Perla Viggósdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Deildin heldur áfram í kvöld og á morgun eftir landsleikjahlé. Mikil spenna er bæði á toppi og botni en Þorlákur Árnason, fyrrum þjálfari Stjörnunnar og núverandi yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.



KR 1 - 1 Stjarnan (16:15 í kvöld)
Þetta er svakalega snúin leikur. Með sigri fer Stjarnan langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni, 1-1 jafntefli, einn af mínum uppáhaldsleikmönnum; Aníta Ýr jafnar fyrir Star.

Selfoss 1 - 1 Þróttur R. (14:00 á morgun)
Selfoss hefur misst bæði Fríðu og Önnu Björk og munu sakna þeirra bæði innan sem utan vallar. Þróttur verður að ná í stig til að halda sér í deildinni. Jafntefli 1-1 þar sem Ólöf skorar potttétt fyrir Þrótt.

Breiðablik 3 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Fyrirfram mjög öruggur sigur Blika en landsliðsmenn Blika koma montnar og öruggar með sig tilbaka og nenna þessum leik ekki. ÍBV kemst yfir en Blix vinna 3-1 að lokum.

FH 2 - 1 Þór/KA (15:00 á morgun) FH eru sterkar heima og eru á góðu rönni á meðan Þór/KA er slakasta útivalla liðið. Held alltaf með Telmu, heimsigur þar sem Phoenetia gerir gæfumuninn.

Fylkir 0 - 2 Valur (17:00 á morgun)
Fylkir eru mestu vonbrigðin í seinni umferðinni en geta samt unnið öll liðin í deildinni. Valur er með Gunný, Öddu og Söndru, Say no more. 0-2 þar sem aðstoðarþjálfarar liðanna hnakkrífast eftir leik.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Gunnar Magnús Jónsson - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Glódís Perla Viggósdóttir - 2 réttir
Natasha Anasi - 2 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir
Gunnar Borgþórsson - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner