Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. ágúst 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Bára spáir í elleftu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vinnur Þór/KA í dag samkvæmt spá Báru.
Valur vinnur Þór/KA í dag samkvæmt spá Báru.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Natasha Anasi var með tvo rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum, spáir í leikina að þessu sinni.



Þór/KA 1 - 4 Valur (17:15 á morgun)
Þór/KA stelpurnar hafa verið svona upp og ofan í síðustu leikjum. Þær eru ekki alveg nógu stabílar og það er bara happa glappa hvort þær hitti á góðan dag þessa dagana. Þær töpuðu fyrir ÍBV í síðasta leik og svo kom upp ólga innan félagsins með leikmannamál sem hefur eflaust áhrif inn í hópinn, þannig ég sé þær ekki fara að taka stig á móti Val. En Arna Sif skorar eftir fast leikatriði fyrir Þór/KA. Valur hins vegar vann Þrótt sannfærandi í síðasta leik á sama tíma og blikar töpuðu sínum fyrstu stigum og ég held að það sé nóg til að mótivera þetta reynslumikla lið. Þær sigla þessum sigri nokkuð þægilega 4-1. Hlín skorar 1, Elín Metta 2 og Gunnhildur Yrsa opnar markareikninginn.

Stjarnan 3 - 2 ÍBV (14:00 á morgun)
Stjörnustelpur töpuðu fyrir FH á dögunum þrátt fyrir að fá mikið af færum til að bæta við mörkum. Það hefur svolítið verið sagan þeirra í sumar, mikið af færum mikið af mörkum en hlutfallslega er nýtingin ekki alveg nógu góð. Þær fengu líka markmann sem fékk reyndar á sig 3 mörk í síðasta leik en hún leit hrikalega vel út í sínum fyrsta leik og augljóst að þetta er kona með reynslu og gæði. ÍBV er búið að vera vaxandi í síðustu leikjum og hafa heillað mig. Eru mjög þéttar og vel skipulagðar til baka. Sóknarleikurinn þeirra hefur hinsvegar verið misjafn í sumar. Þær skora eitthvað af mörkum í þessum leik, en Stjörnustelpur ná að stilla sig saman og nýta færin betur í þessum leik en í síðustu leikjum og sigra 3-2 í Garðabænum. Aníta, Snædís María og María Sól skora fyrir Stjörnuna á meðan Olga og Karlina skora fyrir eyjakonur.

Selfoss 2 - 1 FH (14:00 á morgun)
Eins og alþjóð veit var Selfoss fyrsta liðið til að skora á móti Breiðablik í sumar og svo gerðu þær gott betur og unnu leikinn og galopnuðu mótið. Á sama tíma vann FH langþráðan sigur í botnbaráttunni á móti Stjörnunni. Nýi leikmaðurinn þeirra Phoenita Browne gerir helling fyrir liðið og leikmennirnir í kring virðast ná að njóta sín betur með hana með sér. Síðasti leikur þessara liða var miðjumoð sem Selfoss vann 2-0. Ég held að FH muni gefa þeim meiri leik í þetta skiptið og verða nálægt því að ná jafntefli, en Selfoss heldur skipulagi og byggir ofan á síðasta leik og sigra þetta 2-1. Tiffany og Magdalena skora fyrir Selfoss á meðan Phoenita setur eitt fyrir FH.

Þróttur 0 - 1 Fylkir (14:00 á morgun)
Bæði þessi lið heilluðu mig mikið í upphafi móts en bæði liðin hafa aðeins misst frá sér leikmenn í meiðsl eða háskólaboltann upp á síðkastið sem hefur aðeins riðlað þeirra leik og það er ekki alveg sami þéttleikinn sem hefur verið. Það er markmannsbras búið að vera á Þrótti á meðan Fylkir er með efnilegasta markmann landsins. Þetta verður baráttu og miðjumoðs leikur þar sem við munum kannski ekki sjá fallegasta fótboltann spilaðan sem endar með 0-1 sigri Fylkis. Cecilía mun bjarga fylki einu sinni til tvisvar og svo setur Bryndís Arna sigurmark á Þróttarana og þar með komast Fylkisstelpur aftur á skrið.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Natasha Anasi - 2 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner