Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 05. september 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Magnús spáir í tólftu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vinnur KR samkvæmt spá Gunnars.
FH vinnur KR samkvæmt spá Gunnars.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í Lengjudeild kvenna, spáir í leikina að þessu sinni en heil umferð fer fram á sunnudaginn.



Fylkir 2 - 2 Þór/KA (14:00 á morgun)
Jafnteflislykt af þessum leik. Verður mikil barátta um stigin 3 sem koma Fylki í efri hlutann en Þór/KA þarf lífsnauðsynlega á stigunum að halda til að forðast botnbaráttuna. Íris Una skorar langþráð mark og Katla María á stoðsendinguna. Bryndís Arna hefur verið hættuleg í sumar og gerir hitt markið. Arna Sif sýnir mikilvægi sitt fyrir norðankonur og skorar tvö, bæði eftir fast leikatriði.

Valur 4 - 0 ÍBV (14:00 á morgun)
Nú er hver leikur sem úrslitaleikur fyrir Val þar sem Íslandsmeistaratitillinn er eini bikarinn í boði. Í slíkri stöðu eru Valskonur illviðráðanlegar og Eyjakonur fá að kenna á því eftir mjög flott gengi. Elín Metta með þrennu.

Selfoss 2 - 0 Stjarnan (14:00 á morgun)
Alfreð búinn að finna taktinn með sínar stelpur eftir erfiða byrjun. Selfoss klárar þennan leik nokkuð sannfærandi. Clara og Barbára sjá um markaskorunina.

FH 2 - 1 KR (14:00 á morgun)
KR tók bikarleikinn en FH tekur stigin 3 sem eru mun mikilvægari en framganga í bikarnum. Mest spennandi viðureignin í þessari umferð þar sem mikið er í húfi fyrir bæði lið. Birta Georgs skorar sigurmarkið á 89 mín.

Þróttur R. 0 - 2 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Þróttara stúlkur hafa verið frábærar í sumar þar sem tígulmiðjan hjá Nik hefur virkað vel nú sem áður. Blikaliðið mun þó reynast of stór biti fyrir Þrótt, en þær þurfa þó sannarlega að hafa fyrir sigrinum gegn skipulögðum Þrótturum. Sveindís Jane með bæði mörkin.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Natasha Anasi - 2 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner