Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. ágúst 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Natasha Anasi spáir í tíundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Natasha Anasi
Natasha Anasi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Ýr Bjarnadóttir var með fjóra leiki rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna og þar á meðal var hún með rétta markatölu í tveimur leikjum.

Natasha Anasi, varnarmaður Keflavíkur, spáir í leikina að þessu sinni.



ÍBV 2 - 1 Þór/KA (16:00 á sunnudag)
Mitt gamla lið hefur komið á óvart í sumar, mikið af nýjum leikmönnum sem hafa verið að spila betur og betur saman! Þær klára þennan leik á móti ungu en baráttuglöðu Þór/KA liði á hinum fagra Hásteinsvelli.

FH 0 - 1 Stjarnan (18:00 á mánudag)
Þarna eru tvö lið sem hafa verið í basli í sumar. Það er mjög sterkt fyrir Stjörnuna að fá inn Erin í markið og ég held að hennar gæði geti skipt sköpum í svona baráttuleik. Betsy setur hann fyrir Stjörnuna og svo á Sísí eina sleggju í uppbótartíma en Erin nær að verja hann út við stöng og bjargar 3 stigum.

Valur 3 - 0 Þróttur R. (19:15 á mánudag)
Valskonur voru heppnar að sleppa með 3 stig úr Laugardalnum fyrr í sumar. Ég held að það hjálpi þeim við að gíra sig inn í þennan leik og þær klára annars skemmtilegt lið Þróttar á heimavelli. Gunnhildur kemur sér blað í deildinni og Elín Metta og Hlín skora sitt markið hvor.

Breiðablik 4 - 1 Selfoss (19:15 á mánudag)
Breiðablikskonur eru búnar að vera rosalega sannfærandi í sumar á sama tíma og Selfoss hafa ekki spilað eins og þær ætluðu. Ég held að gæðin og sjálfstraustið í Blikaliðinu með hinu einu sönnu Sveindísi Jane í fararbroddi muni verða of mikið fyrir Selfoss og öruggur sigur niðurstaðan. Ég held samt að Tiffany muni setjann og verða sú fyrsta sem skorar á Blikavörnina í sumar.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner