Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 12:02
Brynjar Ingi Erluson
Tekur Martinez við Barcelona?
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona er að hefja viðræður við Roberto Martinez, þjálfara belgíska landsliðsins, en þetta kemur fram á Goal.com.

Stjórn Börsunga hefur þegar ákveðið að sýna Ronald Koeman reisupassann eftir slakt gengi í byrjun leiktíðar en það má búast við fregnum af því á næstu dögum.

Joan Laporta, forseti Barcelona, er mikill aðdáandi Roberto Martinez, sem þjálfaði Swansea, Wigan og Everton áður en hann tók við Belgíu árið 2016.

Samkvæmt Goal.com þá er Barcelona búið að hafa samband við Martinez en formlegar viðræður eru ekki hafnar.

Martinez er með sterk tengsl til Katalóníu og gæti það spilað stóra rullu. Xavi Hernandez, þjálfari Al Ahli, er einnig orðaður við stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner