Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 25. september 2023 09:42
Elvar Geir Magnússon
„Ég veit að það verður heiðursvörður“
watermark Leikmenn FH stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga.
Leikmenn FH stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Breiðabliks munu væntanlega standa heiðursvörð fyrir erkifjendur sína í Víkingi fyrir leik liðanna á Kópavogsvellinum í kvöld. Með úrslitum í leik KR og Vals í gær varð ljóst að Víkingur er Íslandsmeistari.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði við Fótbolta.net að hann býst fastlega við því að fá heiðursvörð í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég held þetta séu það miklir íþróttamenn í Kópavoginn. Það er rígur og allt svoleiðis, en ég held samt að þegar lið vinna titla þá er bara tekist í hendur og óskað til hamingju," sagði Arnar.

„Svo er bara sagt í laumi: „Ég ætla að reyna vinna þig á næsta ári." Þannig á það bara að vera. Við erum engir óvinir fyrir utan völlinn, þó að margir vilji halda það. Ég veit að það verður heiðursvörður á morgun."

Sjáðu viðtalið við Arnar í heild sinni:
Gríðarlega gefandi að vinna titilinn sannfærandi - „Leikmenn fá ekki að koma nálægt því"
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner