Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 25. september 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Maríu í hástert - „Er að hlaupa langmest í leikjunum okkar"
María Catharina Ólafsdóttir Gros.
María Catharina Ólafsdóttir Gros.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær eru tvær frá Íslandi sem spila með Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni, en það eru þær Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros.

María Catharina, sem er fædd 2003 og á 46 leiki að baki með Þór/KA í efstu deild, fór til Hollands snemma á þessu ári. Hún er fjölhæfur leikmaður sem hefur komið sterk inn í Hollandi.

„Hún hefur verið að standa sig mjög vel," sagði Hildur Antonsdóttir í samtali við Fótbolta.net í gær er hún var spurð út í Maríu.

„Það var ekkert smá þægilegt fyrir mig að fá hana í janúar. Það hjálpaði mér mjög mikið og ég vona að ég hafi líka hjálpað henni að komast inn í liðið."

„Hún hefur verið að standa sig mjög vel og hefur verið að bæta sig líka. Hún er með mikla vinnugetu og er að hlaupa langmest í leikjunum okkar. Hollendingarnir meta það mjög mikið."

Hildur segir að María sé mjög efnilegur leikmaður.

„Hún er mjög efnilegur leikmaður. Hún er í U23 landsliðinu núna og vonandi fæ ég hana fljótlega til mín hingað," sagði Hildur og brosti.
Tók áhættu sem reyndist heillaskref - „Undir mér komið að sýna það"
Athugasemdir
banner
banner
banner