Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   mið 25. september 2024 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum yfir þegar við misstum mann út af. Við gerðum það sem við gátum einum færri og enduðum á að ná í punkt," sagði Dagur Örn Fjeldsted, leikmaður HK, eftir jafntefli gegn KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 3 -  3 HK

Dagur skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann jafnaði metin í 1-1 með frábæru skoti.

„Birnir leggur hann út á mig og ég þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin. Fyrsta markið mitt í HK, bara geggjað," sagði Dagur.

Dagur var ánægður með leik liðsins í seinni hálfleik manni færri.

„Auðvitað er erfitt að vera einum færri en við reyndum að beita skyndisóknum og nýta það sem við fengum. Við fengum á okkur leiðinleg mörk en það er bara partur af þessu svo nýttum við sénsinin í lokin," sagði Dagur.

Hann er ánægður með lífið í HK.

„Það er geggjað, geggjaðir gæjar í liðinu og stuðningsmenn. Það er geggjað að fá að spila," sagði Dagur en hann er á láni frá grönnunum í Breiðabliki en hann þurfti að sitja upp í stúku þegar liðin mættust í síðustu umferð.


Athugasemdir
banner
banner