
Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Íran 2-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik dagsins á HM. Frábært svar frá íranska liðinu eftir skellinn sem það fékk gegn Englandi í fyrstu umferð.
Mesta stuðið í leiknum átti sér stað í lokin, eftir að Wayne Hennessey markvörður Wales fékk rauða spjaldið gekk Íran á lagið og tryggði sér stigin þrjú.
Ákaflega svekkjandi fyrir Wales sem á nú litla von um að komast upp úr riðlinum.
Hér að neðan má sjá hápunkta leiksins.
Mesta stuðið í leiknum átti sér stað í lokin, eftir að Wayne Hennessey markvörður Wales fékk rauða spjaldið gekk Íran á lagið og tryggði sér stigin þrjú.
Ákaflega svekkjandi fyrir Wales sem á nú litla von um að komast upp úr riðlinum.
Hér að neðan má sjá hápunkta leiksins.
Tvö skot í stöng og dauðafæri varið - Íran hér mjög nærri þvi að skora pic.twitter.com/QRIx7AZ7sX
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Markvörður Wales með gróft brot á leikmanni Íran fyrir utan teig og uppsker rautt spjald pic.twitter.com/z3WqewJe8C
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Íran skorar og eru komnir yfir á áttundu mínútu viðbótartíma leiksins. Það er Roozbeh Cheshmi sem skorar markið pic.twitter.com/GeZi7xUOww
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Íran gerir út um leikinn, skora annað mark sitt nú var það Ramin Rezaelan sem skorar mark Írana pic.twitter.com/4RJvUEQq3I
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Athugasemdir