banner
   sun 26. janúar 2020 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Atli að verða leikmaður Breiðabliks
Brynjar Atli Bragason.
Brynjar Atli Bragason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Brynjari Atla Bragasyni, ungum og efnilegum markverði Njarðvíkur. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Brynjar í gær og þá sagði hann: „Það er ekkert frágengið fyrr en það er frágengið en ég held það sé ekkert leyndarmál að við höfum haft áhuga að fá hann og vonandi gengur það."

Brynjar Atli er fæddur árið 2000 og var hann aðalmarkvörður Njarðvíkur í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann lék alla deildarleiki liðsins er það féll niður í 2. deild. Hann fékk á sig 44 mörk í 22 leikjum.

Blikar eru núna að klófesta hann og spurningin er hvort hann verði lánaður eitthvert annað eða verði áfram hjá Blikum. Anton Ari Einarsson er aðalmarkvörður Breiðabliks og þá er Gunnleifur Gunnleifsson enn á leikmannaskrá.

Breiðablik hefur verið styrkja sig vel í vetur. Anton Ari Einarsson kom úr Val og Róbert Orri Þorkelsson frá Aftureldingu. Þá hafa Blikar endurheimt Oliver Sigurjónsson og Höskuld Gunnlaugsson heim úr atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner