Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. janúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sancho líklega seldur í sumar
Sancho við liðsrútu Dortmund.
Sancho við liðsrútu Dortmund.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild segir að Borussia Dortmund muni líklega selja Jadon Sancho á komandi sumri.

Manchester United hefur lengi horft til enska vængmannsins en tilraunir félagsins til að landa honum hafa hingað til ekki borið neinn árangur.

Eins og mörg önnur félög í Evrópu er Dortmund að glíma við fjárhagsleg vandamál vegna heimsfaraldursins.

Bild segir að félagið neyðist mögulega til að selja Sancho svo það' geti haldið sóknarmanninum Erling Haaland.

Haaland hefur verið frábær síðan hann kom til Dortmund og nokkur af stærstu félögum álfunnar hafa áhuga á að kaupa hann. En Dortmund hyggst ætla að leggja áherslu á að halda Norðmanninum í eitt tímabil til viðbótar.

Dortmund er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar og áhyggjur af því að liðið muni mistakast að komast í Meistaradeildina.

Sancho hefur ekki verið eins góður og hann var á síðasta tímabili en er þó kominn með sex mörk og tíu stoðsendingar í öllum keppnum.

Talið er að hann vilji snúa aftur til Englands eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner