Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Sverrir og félagar komnir í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi Panathinaikos gegn PAOK í gríska bikarnum í dag. Hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla. Sverrir Ingi Ingason var aftur á móti á sínum stað í byrjunarliði PAOK og bar fyrirliðabandið.


Heimamenn í Panathinaikos tóku forystuna í fyrri hálfleik en Nelson Oliveira, fyrrum leikmaður Norwich og Nottingham Forest, jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Lokatölur urðu því 1-1 en PAOK fer áfram í næstu umferð eftir sigur á heimavelli í fyrri viðureign liðanna. PAOK vann 2-0 á heimavelli og mætir Lamia í undanúrslitum.

Panathinaikos 1 - 1 PAOK 1-3 samanlagt
1-0 Gnezda Cerin ('18)
1-1 Nelson Oliveira ('78, víti)

Þá fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag. Þar var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði Kalmar sem gerði markalaust jafntefli við Bodö/Glimt.

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í BK Häcken unnu þá 2-1 gegn Fredrikstad.

Bodö/Glimt 0 - 0 Kalmar

Häcken 2 - 1 Fredrikstad


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner