Tottenham Hotspur tapaði heimaleik gegn Leicester City fyrr í dag og voru stuðningsmenn langt frá því að vera kátir uppi í stúku.
Meiðslahrjáð lið Tottenham leiddi 1-0 í leikhlé en nýliðar Leicester komu til baka eftir leikhlé og sigruðu að lokum 1-2.
Tottenham er þar með búið að tapa sex og gera eitt jafntefli í síðustu sjö úrvalsdeildarleikjum sínum og er liðið að nálgast fallbaráttuna með þessu áframhaldi.
Stuðningsfólk virðist þó standa með þjálfaranum Ange Postecoglou sem er vel liðinn þrátt fyrir hörmuleg úrslit. Gremja stuðningsfólks beinist fyrst og fremst að Daniel Levy, forseta og eigenda Tottenham sem mistókst að styrkja hópinn með öðru heldur en einum markverði í janúarglugganum.
„Við viljum Levy út!" söng stuðningsfólk hástöfum á Tottenham Hotspur Stadium eftir seinna mark Leicester í dag.
Spurs fans chant "we want Levy out" after conceding a second goal to Leicester.
byu/playerforlife123 insoccer
Spurs' Fans unfurled this Banner and sending the message to the Management "24 years, 16 managers, 1 trophy. Time for change."
byu/ZaBlancJake insoccer
Athugasemdir