mið 26. febrúar 2020 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta er fyrsta skrefið, þetta er ekki búið
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Við komum hingað til að reyna að vinna og við gerðum það," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta er bara fyrri hlutinn. Ef eitthvað eitt félag getur komið til baka úr þessari stöðu, þá er það þetta félag."

„Þegar við vorum betri aðilinn í leiknum, þá fengum við á okkur mark. Þegar við þeir voru betri, þá skoruðum við mark. Þannig er fótbolti. Ég man eftir 8-liða úrslitunum á Anfield fyrir nokkrum tímabilum þegar við spiluðum ótrúlega vel og þeir skoruðu með öllum skotum sínum."

Aymeric Laporte, besti varnarmaður Manchester City, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Hann er búinn að vera frá í fimm mánuði og þetta var mjög krefjandi fyrir hann. Fernandinho kom inn og gerði ótrúlega vel."

„Ég er ótrúlega stoltur. Þetta er fyrsta skrefið, þetta er ekki búið," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner