Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. febrúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlaði að fá Alphonso Davies á reynslu árið 2017
Alphonso Davies hefur verið magnaður með Bayern
Alphonso Davies hefur verið magnaður með Bayern
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United ætlaði að fá kanadíska landsliðsmanninn Alphonso Davies á reynslu undir lok árs 2017 en það varð þó aldrei úr því. Þetta kemur fram í frétt Manchester Evening News.

Davies, sem er fæddur árið 2000, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og flutti aðeins fimm ára gamall til Kanada en hann var að heilla með MLS-liðinu Vancouver Whitecaps er Man Utd koma augastað á hann.

Félagið bauð honum að koma á reynslu í þrjár vikur undir lok árs 2017 en það stangaði þó á við æfingabúðir með Ólympíuliði Kanada og var því hætt við að fá hann á reynslu.

Davies var síðan seldur til Bayern árið 2018 fyrir metfé en í dag er hann byrjunarliðsmaður og hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna.

Hann lagði upp þriðja mark Bayern í 3-0 sigrinum á Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær eftir magnaðan sprett og þykir hann einn mest spennandi leikmaður þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner