fös 26. febrúar 2021 22:45
Aksentije Milisic
Gylfi um Ancelotti: Auðvelt að treysta stjóra sem hefur unnið allt
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson, leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC One í þættinum Football Focus en viðtalið verður sýnt í heild sinni á stöðinni í hádeginu á morgun.

BBC gaf út smá part af viðtalinu á netið nú í kvöld og þar er Gylfi að tala um Carlo Ancelotti, stjóra liðsins.

Íslendingar hafa sumir hverjir oftar en ekki pirrað sig á Ancelotti. Hann bekkjaði Gylfa á köflum í vetur en svo fór Gylfi að blómstra þegar Ancelotti spilaði honum í sinni uppáhaldsstöðu. Eftir það hefur Ancelotti verið að rótera Gylfa á vellinum.

Gylfi hrósaði hins vegar Ítalanum í hástert í viðtalinu og segir að það er mjög auðvelt að treysta honum.

„Það er magnað að sjá hversu Carlo þykir vænt um félagið. Það er ótrúlega auðvelt að treysta þjálfara sem hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í þessari íþrótt," sagði Gylfi um stjórann sinn.

Everton mætir Southampton á Goodison Park í Liverpool á mánudagskvöldið í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner