Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 09:00
Aksentije Milisic
Zlatan: Ég Zlatan-væddi þjálfarann
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, segir að hann hafi haft góð áhrif á Stefani Pioli, þjálfara liðsins.

„Ég gerði hann líkari mér, ég Zlatan-væddi hann," sagði Zlatan eins og honum einum er lagið.

„Það voru erfiðir tímar hér þegar þjálfarinn kom. Hann hefur sýnt að hann sé góður stjóri, sjáið þið bara hvað hann hefur gert," sagði Zlatan.

„Hann hefur meiri þolinmæði en ég. Hann er eldri og reynslumeiri en ég. Hann ætlast til mikils af liðinu og hann er með rétta hugafarið."

Þá segir Zlatan að yngri leikmennirnir hafi ekki tíma, ef þeir grípa ekki tækifærið þá kemur annar í staðinn.

„Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall, það hefur enginn tíma hjá Milan. Þú verður að spila vel, ef þú spilar illa, þá verður keyptur annar leikmaður í þína stöðu."

„Við erum allir eins á vellinum. Utan vallar er þetta öðruvísi. Ég kem öðruvísi fram við Rafael Leao, sem er ungur og villtur, heldur en við Simon Kjær, sem er reynslumikill leikmaður sem á börn. En inni á vellinum erum við allir eins."
Athugasemdir
banner