Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Enrique skipti Mbappe af velli - „Fyrr eða síðar þurfum við að venjast því að spila án hans“
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, viðurkennir að félagið þurfi að undirbúa sig fyrir það að vera án franska sóknarmannsins Kylian Mbappe.

Spænski þjálfarinn tók Mbappe af velli á 65. mínútu í 1-1 jafnteflinu gegn Rennes í gær. Skiptingin var eðlileg enda gerði Mbappe lítið á þessum rúma klukkutíma sem hann spilaði.

Goncalo Ramos kom inn í hans stað og gerði hann jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma.

Spænskir og franskir fjölmiðlar fullyrða að Mbappe sé búinn að skrifa undir langtímasamning við Real Madrid, en samningur hans við PSG rennur út í sumar og hefur hann þegar tilkynnt félaginu að hann ætli ekki að vera áfram.

Enrique hefur ekki viljað tjá sig mikið um þetta málefni en gaf til kynna í gær að nú þurfi félagið að undirbúa lífið eftir Mbappe.

„Fyrr eða síðar, á einhverjum tímapunkti, verðum við að venjast því að spila án Kylian Mbappe,“ sagði Enrique við franska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner