Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. mars 2020 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki enn verið tekin ákvörðun varðandi Gothia Cup
Mynd: Gothia Cup
Það er búið að fresta Evrópumótinu og Ólympíuleikunum út af kórónuveirunni, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun varðandi hið árlega Gothia Cup sem fer fram í Svíþjóð á ári hverju.

Gothia Cup er risastór viðburður sem fer fram í Gothenburg í Svíþjóð hvert einasta sumar. Mótið er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-18 ára, en um 1700 félög frá um 80 löndum taka þátt á mótinu.

Sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken stendur að mótinu og er það gríðarleg tekjulind fyrir félagið. Talið er að Häcken fái um 8 milljónir sænskra króna á ári fyrir mótið, en það eru tæpar 113 milljónir íslenskra króna.

Gothia Cup á að hefjast 13. júlí og verður ákvörðun ekki tekin strax. Talið er að það verði jafnvel beðið með það þangað til í júní.

„Kórónuveiran skapar áhyggjur í samfélaginu bæði frá heilbrigðissjónarmiði og efnahagslegu sjónarhorni. En í starfi okkar verðum við að taka ákvarðanir út frá staðreyndum sem við höfum á borðinu," segir Malin Jonsson, samskiptastjóri Gothia Cup.

Stjarnan varð í fyrra fyrsta íslenska félagið til að vinna Gothia Cup.

Smelltu hér til að lesa frétt Footballskanalen um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner