Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. mars 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Appie Nouri: Við trúum á kraftaverk
Appie Nouri er 22 ára.
Appie Nouri er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Abdelhak Nouri hneig niður í æfingaleik með Ajax gegn Werder Bremen árið 2017. Hann varð fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða.

Appie, eins og hann er kallaður er núna 22 ára. Hann féll skyndilega til jarðar í æfingaleiknum og endurlífgunartilraunir fóru fram á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Bróðir hans, Abderrahim, segir: „Hann er vakandi, hann er sofandi, hann borðar og ropar. Samskipti eru möguleg á góðum dögum. Hann svarar þá með augabrúnum sínum."

Fjölskylda Nouri annast hann og er alltaf einhver með honum. Faðir hans, Mohammed, trúir enn að Nouri geti jafnað sig. „Við trúum á kraftaverk. Þetta er erfitt fyrir okkur en við höldum áfram að gera okkar besta."

Nouri lék 15 leiki fyrir aðallið Ajax tímabilið 2016-17 og var talinn eiga bjarta framtíð í boltanum. Hann spilaði fyrir öll yngri landslið Hollands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner