
Það er allt að verða klárt á Rínarvellinum í Vaduz í Liechtenstein þar sem heimamenn leika gegn Íslandi klukkan 16 að íslenskum tíma, 18 að staðartíma.
Leikvangurinn tekur 6.127 í sæti en samkvæmt því sem við höfum heyrt verður afskaplega fámennt á vellinum og mörg tóm sæti.
Völlurinn er rétt við árbakka Rínar og er heimavöllur FC Vaduz sem spilar í svissnesku B-deildinni.
Ef allt er eðlilegt vinnur Ísland sannfærandi sigur í dag gegn einu lélegasta landsliði heims. Liechtenstein hefur ekki skorað í sex síðustu landsleikjum. Liðið er án sigurs í síðustu 26 leikjum sem er næstversta skrið landsliðs í Evrópu, á eftir San Marínó.
Meðal tapleikja eru ósigrar gegn Andorra, Gíbraltar, Færeyjum og 6-0 tap gegn Grænhöfðaeyjum. Þjálfarar eru ekki hrifnir af orðinu skyldusigur en það orð á afskaplega vel við varðandi leikinn í dag.
Leikvangurinn tekur 6.127 í sæti en samkvæmt því sem við höfum heyrt verður afskaplega fámennt á vellinum og mörg tóm sæti.
Völlurinn er rétt við árbakka Rínar og er heimavöllur FC Vaduz sem spilar í svissnesku B-deildinni.
Ef allt er eðlilegt vinnur Ísland sannfærandi sigur í dag gegn einu lélegasta landsliði heims. Liechtenstein hefur ekki skorað í sex síðustu landsleikjum. Liðið er án sigurs í síðustu 26 leikjum sem er næstversta skrið landsliðs í Evrópu, á eftir San Marínó.
Meðal tapleikja eru ósigrar gegn Andorra, Gíbraltar, Færeyjum og 6-0 tap gegn Grænhöfðaeyjum. Þjálfarar eru ekki hrifnir af orðinu skyldusigur en það orð á afskaplega vel við varðandi leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Rínarvöllurinn í Vaduz þar sem Liechtenstein og Ísland mætast klukkan 16:00 #fotboltinet pic.twitter.com/yuFcfbATZP
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 26, 2023
Athugasemdir