Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 26. mars 2024 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Icelandair
Fótbolti.net ræddi við blaðamanninn Daniil Aharkov sem vinnur fyrir úkraínska miðilinn Sport.ua fyrir leikinn í kvöld. Hann er af mörgum talinn einn efnilegasti íþróttafréttamaður Úkraínu.

Sergiy Rebrov, þjálfari Úkraínu, ákvað að gera þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Bosníu á fimmtuag. Artem Dovbyk og fyrirliðinn Oleksandr Zinchenko eru tveir af þeim sem taka sér sæti á bekknum.

„Það kemur aðeins á óvart með ZInchenko. En Mailinovskyi er mjög gott val hjá Rebrov. Varðandi Dovbyk finnst mér að hann og Tsygankov eigi að spila saman því þeir spila saman hjá Girona, en Yeremchuk er mjög góður, eins konar jóker. Hann vann síðasta leik fyrir okkur. Það kemur mér á óvart að Matviyenko sé fyrirliði, það er furðulegt," segir Daniil.

Hann var spurður hvort það væri leikmaður í íslenska liðinu sem hann hefði áhyggjur af.

„Guðmundsson, auðvitað Guðmundsson," segir X og á þar við Albert Guðmundsson, „Hann er góður leikmaður, spilar með Genoa og spilar þar með Malinovskyi sem þekkir hann mjög vel. Hann skoraði þrennu gegn Ísrael og ég held hann sé ykkar besti maður í dag."

Hann ræddi aðeins um stöðuna heima fyrir.
„Ég held að stuðningsmennirnir sem eru hér geti notið þess að vera hér og einbeitt okkur að fótboltanum næstu klukkutímana. Við getum stutt liðið okkar. Líka þeir sem verja landið okkar gegn Rússum, þeir munu horfa."

„Ég held að Guðmundsson muni skora, en ég held að Úkraína muni vinna, 3-1," sagði Daniil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner