Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mán 26. apríl 2021 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Iheanacho er stórkostlegur
Brendan Rodgers er ánægður með Iheanacho
Brendan Rodgers er ánægður með Iheanacho
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, var hæstánægður með frammistöðuna í 2-1 sigrinum á Crystal Palace í kvöld en hann hrósaði Kelechi Iheanacho sérstaklega.

Leicester er áfram í 3. sæti deildarinnar en nú með fjögurra stiga forystu á Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Liðið er á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð og virðist fátt koma í veg fyrir að það verði að veruleika.

„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Þetta var þriðji leikurinn á níu dögum og hefur verið ansi erfið dagskrá," sagði Rodgers.

„Það er erfitt að lenda undir á móti liðunum hans Roy. Þetta er mjög vel skipulagt lið og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst leikmennirnir magnaðir í kvöld. Þeir voru rólegir og náðu svo að skora tvö góð mörk."

„Það hjálpaði klárlega að skora snemma í seinni hálfleik. Það kom okkur í gírinn og við náðum að stjórna leiknum það sem eftir var."


Iheanacho er búinn að skora níu mörk í síðustu sjö deildarleikjum en hann lagði upp fyrra markið og skoraði svo sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok með þrumufleyg.

„Markið hjá Iheanacho var ótrúlegt. Sending frá Evans var geggjuð. Við sögðum framherjanum að finna plássin á milli miðvarðana og bakvarðana. Þetta var frábær bolti í það pláss og hvernig Iheanacho nýtti sér tækni sína að snúa sér og ná skotinu svona snemma, sem var einstaklega vel gert. Frábært kvöld fyrir hann."

„Það sem er í forgang hjá mér sem þjálfara er að hjálpa leikmönnum að þróa leik sinn. Þetta hefur verið erfitt fyrir Iheanacho útaf leikstílnum sem við höfum vanalega verið að spila, þar sem við notum aðeins einn framherja. Við þurftum að breyta því vegna meiðsla og hann hefur komið inn og verið stórkostlegur. Það eru ekki bara mörkin. Hann er svo ánægður með að vinna fyrir liðið og gæðin hans eru mögnuð,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner