Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. maí 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki hrósaði Dalvík/Reyni í hástert - „Örugglega besti maðurinn í deildinni"
Úr leik Dalvíkur/Reynis á síðustu leiktíð
Úr leik Dalvíkur/Reynis á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það urðu óvænt úrslit í Mjólkurbikarnum í vikunni þegar 3. deildar lið Dalvík/Reynir sló út Lengjudeildarliðið Þór á Dalvíkurvelli.

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með úrslitin en hann hrósaði Dalvíkurliðinu í hástert í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við verðum að gefa Dalvík 'credit fyrir frábæran leik."

„Þeir eru mjög mjög góða útlendinga, Svo eru þeir með góða heimamenn og frábæran markmann, örugglega besti maðurinn í þessari deild. Þeir eru með hörku lið."

Dalvík/Reynir endaði í 7. sæti 3. deildarinnar síðasta sumar en byrjar af krafti í ár og er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina og fengið á sig þrjú mörk.


Láki: Gátu ekki verið mikið ódýrari mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner