„Sköpuðum helling af færum, en það var bara ekki nóg í dag,'' segir Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, eftir 2-3 tap gegn AFturelding í dag í 4. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 Afturelding
„Mér fannst frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik bara ágæt miða við fá viðrið. Þeir voru klókir með vindinn í bakið og þetta var leikur tveggja hálfleikja.''
Það hvassti mikið í Seltjarnanesi á meðan leikurinn fór fram og hafði það mikil áhrif á spil leiksins.
„Það hafði vissulega mikil áhrif á þennan leik, en við spiliðum kannski ekki nógu vel úr því. Við reyndum að spila kannski of mikið út frá markspyrnum í fyrri hálfleik, frekar en að koma boltanum ofar á völlinn,''
Grótta enn ekki náð sigur í deildinni eftir 4 leiki og liggja nú í 7. sæti í deildinni með 3 stig.
„Þetta tap var mjög súrt. Við ætluðum svo sannarlega að vinna í dag, en það er nú bara nóg eftir af þessu helvítis móti og við ætlum bara að þjappa okkur saman og fara í næsta leik og finna okkar fyrsta sigur í sumar,''
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér fyrir ofan