Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fös 26. maí 2023 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
„Búnir að taka út bann og þá er málið dautt"
Lengjudeildin
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki auðvelt. Þetta voru svakalegar aðstæður að spila í. Þetta snýst um að gera það sem þarf til að vinna leikinn," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir 1-3 sigur í nágrannaslag gegn Ægi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Þetta er fínasti völlur en þetta hefði verið mun skemmtilegri leikur ef það hefði ekki verið svona mikill vindur. Við gerðum nóg."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Ég er ekki viss um að unga kynslóðin sé vön því að spila í vindi því það eru svo mörg fótboltahús á Íslandi núna. Þegar það er smá vindur þá færa sig allir inn í hús. Þetta sýnir að það er mikilvægt að vera úti líka og venjast því."

„Við sendum boltann betur í seinni hálfleik og okkur tókst að búa til færi," sagði Deano en hann var á því að Selfyssingar hefðu aðlagað sinn leikstíl að aðstæðunum betur í seinni hálfleik.

Við verðum að halda áfram með lífið
Í vikunni var rætt mikið um síðasta leik hjá Selfoss en þar fengu tveir leikmenn liðsins að líta rauða spjaldið í 1-2 tapi gegn Fjölni. Þorlákur Breki Þ. Baxter fékk tvö mjög klaufaleg gul spjöld eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og fékk Gonzalo Zamorano að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að hrækja á andstæðing, Dag Inga Axelsson; alls ekki fallegt það.

Báðir tóku þeir út leikbann í kvöld, en þeir fengu einn leik í bann. Þjálfari Selfyssinga var spurður út í það hvort hann hefði rætt við leikmenn sína eftir leikinn um að svona væri ekki boðlegt, þá kannski sérstaklega ekki að hrækja á andstæðing.

„Við getum ekki breytt því sem gerðist. Þeir eru búnir að fá bann, búnir að taka út bann og þá er málið dautt. Við getum ekki grenjað yfir þessu alla daga. Við verðum að halda áfram með lífið. Þetta voru mistök en við stöndum með okkar mönnum. Áfram með lífið og áfram Selfoss."

Selfoss er með sex stig eftir fjóra leiki og er um miðja deild. Dean segir mikilvægt að taka einn leik í einu en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner