Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 26. maí 2023 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
„Búnir að taka út bann og þá er málið dautt"
Lengjudeildin
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki auðvelt. Þetta voru svakalegar aðstæður að spila í. Þetta snýst um að gera það sem þarf til að vinna leikinn," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir 1-3 sigur í nágrannaslag gegn Ægi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Þetta er fínasti völlur en þetta hefði verið mun skemmtilegri leikur ef það hefði ekki verið svona mikill vindur. Við gerðum nóg."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Ég er ekki viss um að unga kynslóðin sé vön því að spila í vindi því það eru svo mörg fótboltahús á Íslandi núna. Þegar það er smá vindur þá færa sig allir inn í hús. Þetta sýnir að það er mikilvægt að vera úti líka og venjast því."

„Við sendum boltann betur í seinni hálfleik og okkur tókst að búa til færi," sagði Deano en hann var á því að Selfyssingar hefðu aðlagað sinn leikstíl að aðstæðunum betur í seinni hálfleik.

Við verðum að halda áfram með lífið
Í vikunni var rætt mikið um síðasta leik hjá Selfoss en þar fengu tveir leikmenn liðsins að líta rauða spjaldið í 1-2 tapi gegn Fjölni. Þorlákur Breki Þ. Baxter fékk tvö mjög klaufaleg gul spjöld eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og fékk Gonzalo Zamorano að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að hrækja á andstæðing, Dag Inga Axelsson; alls ekki fallegt það.

Báðir tóku þeir út leikbann í kvöld, en þeir fengu einn leik í bann. Þjálfari Selfyssinga var spurður út í það hvort hann hefði rætt við leikmenn sína eftir leikinn um að svona væri ekki boðlegt, þá kannski sérstaklega ekki að hrækja á andstæðing.

„Við getum ekki breytt því sem gerðist. Þeir eru búnir að fá bann, búnir að taka út bann og þá er málið dautt. Við getum ekki grenjað yfir þessu alla daga. Við verðum að halda áfram með lífið. Þetta voru mistök en við stöndum með okkar mönnum. Áfram með lífið og áfram Selfoss."

Selfoss er með sex stig eftir fjóra leiki og er um miðja deild. Dean segir mikilvægt að taka einn leik í einu en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner