Chelsea ætlar að reyna allt til að halda Mason Mount áfram hjá félaginu en þetta sagði Frank Lampard, stjóri félagsins, við Sky Sports.
Viðræðum Chelsea við Mount hefur ekkert miðað áfram síðan þær hófust fyrir tæpu ári síðan.
Aðeins eitt ár er eftir af samningnum og er afar ólíklegt að hann framlengi við félagið.
Athletic hefur heimildir fyrir því að Mount hafi mestan áhuga á því að ganga í raðir Manchester United í sumar, en Liverpool og Arsenal hafa einnig sýnt honum áhuga.
„Eina sem ég veit er að félagið að reyna. Þetta er erfið staða en Mount er í miklum metum hjá félaginu,“ sagði Lampard.
Chelsea gæti verið reiðubúið að selja hann fyrir um 70 milljónir punda.
Athugasemdir